Álag Uppsafnaður vandi er á heilsugæslunni eftir Covid og álag mikið.
Álag Uppsafnaður vandi er á heilsugæslunni eftir Covid og álag mikið. — Morgunblaðið/Árni Sæberg
Nú eru 160 sérfræðingar í heimilislækningum starfandi á landinu og ekki allir í fullu starfi.

Nú eru 160 sérfræðingar í heimilislækningum starfandi á landinu og ekki allir í fullu starfi. Margrét Ólafía Tómasdóttir, læknir og formaður Félags íslenskra heimilislækna, FÍH, segir að það þurfi 300 lækna til að heilsugæslustöðvarnar séu fullmannaðar miðað við stærð þjóðfélagsins í dag.

„Læknar vilja sinna sínum skjólstæðingum vel, einbeita sér að langveikum og hafa mikla eftirfylgni, enda er það ávinningur fyrir samfélagið og skilar sér í færri sjúkrahúsinnlögnum, færri komum á bráðamóttökur og færri tilvísunum til sérfræðinga, auk þess að auka lífsgæði og lífslíkur.“ 4