Bjarni Benediktsson tjáir sig um málið í Dagmálum á mbl.is í dag.
Bjarni Benediktsson tjáir sig um málið í Dagmálum á mbl.is í dag.
Erlendar fjárfestingar Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsmálaráðherra, segir sérstakt að sala Mílu til Ardians sé enn til skoðunar, löngu eftir að ríkisstjórnin hafi fjallað um málið, gerðir hafi verið sérstakir samningar á milli ríkisins og...

Erlendar fjárfestingar Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsmálaráðherra, segir sérstakt að sala Mílu til Ardians sé enn til skoðunar, löngu eftir að ríkisstjórnin hafi fjallað um málið, gerðir hafi verið sérstakir samningar á milli ríkisins og Ardians og að lögum hafi verið breytt eftir að stjórnvöld hafi lýst yfir áhyggjum af ákveðnum þáttum er varða fjarskiptainnviði.

Þetta segir Bjarni í Dagmálum á mbl.is í dag, en í þættinum er hann meðal annars spurður um athugasemdir Samkeppniseftirlitsins vegna sölunnar á Mílu og mögulegt brotthvarf Ardians frá kaupsamningum – í samhengi við samkeppnishæfni Íslands sem stjórnmálamönnum er tíðrætt um.

Bjarni segist ekki geta tjáð sig efnislega um málið, þar sem það sé til skoðunar. Hann segir þó að það komi sér spánskt fyrir sjónir að það væri betra að Míla væri áfram í eigu Símans og að hann eigi erfitt með að sjá hvernig út frá samkeppnissjónarmiðum.

Aðspurður um tímamörk svarar hann því til að honum finnist þetta mál taka of langan tíma. Bjarni telur áhyggjuefni að það sé of lítil erlend fjárfesting á Íslandi í samanburði við önnur OECD ríki. „[...] Þess vegna hljótum við að taka því alvarlega þegar við sjáum að við mælumst lágt og ef það eru vísbendingar um að við séum að taka lengri tíma í að skoða mál eða að það séu einhverjir þröskuldar sem menn eru ekki vanir að rekast á annars staðar – þá þurfa að vera mjög góðar ástæður fyrir því hér heima fyrir,“ segir Bjarni. Þá segir hann að hægt sé að setja sérstök lög um þetta verkefni og það hafi verið rætt við gerð stjórnarsáttmálans.

„Það verður tekið til frekari skoðunar,“ segir Bjarni.