Jafnt Jasmín Erla Ingadóttir, sem lagði upp bæði mörk Stjörnunnar, gaf Öglu Maríu Albertsdóttur hjá Breiðabliki ekki þumlung eftir í gær.
Jafnt Jasmín Erla Ingadóttir, sem lagði upp bæði mörk Stjörnunnar, gaf Öglu Maríu Albertsdóttur hjá Breiðabliki ekki þumlung eftir í gær. — Morgunblaðið/Arnþór Birkisson
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Fótboltinn Gunnar Egill Daníelsson gunnaregill@mbl.is Heil umferð, sú þrettánda, fór fram í Bestu deild kvenna í knattspyrnu í gær.

Fótboltinn

Gunnar Egill Daníelsson

gunnaregill@mbl.is

Heil umferð, sú þrettánda, fór fram í Bestu deild kvenna í knattspyrnu í gær. Ríkjandi Íslandsmeistarar Vals lentu ekki í nokkrum vandræðum með Keflavík, þegar liðin mættust þar í bæ, og fóru með öruggan 5:0-sigur af hólmi.

Snædís María Jörundsdóttir, leikmaður Keflavíkur, skoraði sjálfsmark snemma leiks og kom þannig Val yfir áður en Cyera Hintzen tvöfaldaði forystuna. Í síðari hálfleik skoraði Elín Metta Jensen aðeins mínútu eftir að hún hafði komið inn á sem varamaður áður en Anna Rakel Pétursdóttir og annar varamaður, Bryndís Arna Níelsdóttir, bættu við fjórða og fimmta markinu.

Valur er nú með fjögurra stiga forystu á toppi deildarinnar.

Stjarnan og Breiðablik skildu jöfn, 2:2, í Garðabænum. Gyða Kristín Gunnarsdóttir kom Stjörnunni yfir áður en hin 17 ára gamla Vigdís Lilja Kristjánsdóttir jafnaði metin fyrir Blika. Chanté Sandiford, markvörður Stjörnunnar, varð svo fyrir því óláni að skora sjálfsmark og Blikar því komnir yfir. Undir lokin jafnaði hins vegar varamaðurinn Aníta Ýr Þorvaldsdóttir metin fyrir Stjörnuna og jafntefli niðurstaðan.

Stjarnan er áfram í 3. sæti, fjórum stigum á eftir Breiðabliki í 2. sæti. Fóru Blikar illa að ráði sínu í toppbaráttunni og eru nú fjórum stigum á eftir toppliði Vals.

Þróttur úr Reykjavík vann öruggan 3:0-sigur á lánlausu liði Selfoss þegar liðin mættust í Laugardalnum. Bandaríkjakonan Danielle Marcano kom Þrótti yfir strax í upphafi leiks og skoraði svo annað mark sitt og liðsins skömmu fyrir leikhlé. Seint í leiknum innsiglaði Álfhildur Rósa Kjartansdóttir, fyrirliði Þróttar, svo sigurinn. Þróttur heldur því kyrru fyrir í 4. sæti deildarinnar á meðan Selfoss er áfram í 6. sæti. Selfyssingar hafa tapað fjórum af síðustu fimm leikjum sínum og ekki skorað í neinum þeirra. Síðast vann liðið deildarleik þann 1. júní síðastliðinn.

Afturelding vann gífurlega mikilvægan sigur á Þór/KA í botnbaráttunni. Leiknum, sem fór fram á Akureyri, lauk með 1:0-sigri Aftureldingar, þar sem Ísafold Þórhallsdóttir skoraði sigurmarkið eftir aðeins rétt rúmlega 30 sekúndna leik.

Með sigrinum fór Afturelding upp úr botnsætinu og er nú í 9. sæti, aðeins einu stigi á eftir Þór/KA og Keflavík í sætunum fyrir ofan.

ÍBV hafði betur gegn nýliðum KR, 3:1. Gestirnir úr Vesturbænum hófu leikinn af krafti og náðu forystunni snemma leiks þegar Marcella Barberic skoraði. KR-ingar héldu forystunni lengi vel en þegar stundarfjórðungur lifði leiks jafnaði Hanna Kallmaier metin fyrir ÍBV áður en Ameera Hussen og Þórhildur Ólafsdóttir bættu við og tryggðu Eyjakonum þannig góðan sigur.

ÍBV er eftir sigurinn áfram í 5. sæti en KR situr nú á botni deildarinnar í 10. sæti og er áfram þremur stigum frá öruggu sæti.

ÍBV – KR 3:1

0:1 Marcella Barberic 11.

1:1 Hanna Kallmaier 75.

2:1 Ameera Hussen 83.

3:1 Þórhildur Ólafsdóttir 90.

M

Júlíanna Sveinsdóttir (ÍBV)

Olga Sevcova (ÍBV)

Hanna Kallmaier (ÍBV)

Kristín Erna Sigurlásdóttir (ÍBV)

Marcella Marie Barberic (KR)

Ísabella Sara Tryggvadóttir (KR)

Guðmunda Brynja Óladóttir (KR)

Dómari : Twana Ahmed – 7.

Áhorfendur : 103.

Þór/KA – Afturelding 0:1

0:1 Ísafold Þórhallsdóttir 1.

M

Jakobína Hjörvarsdóttir (Þór/KA)

Hulda Ósk Jónsdóttir (Þór/KA)

Eva Ýr Helgadóttir (Aftureldingu)

Sigrún Gunndís Harðardóttir (Aftureld.)

Ísafold Þórhallsdóttir (Aftureldingu)

Kristín Þóra Birgisdóttir (Aftureldingu)

Hildur Karítas Gunnarsdóttir (Aftureld.)

Dómari : Kristján Már Ólafs – 8.

Áhorfendur : 137.

Keflavík – Valur 0:5

0:1 Sjálfsmark 14.

0:2 Cyera Hintzen 24.

0:3 Elín Metta Jensen 63.

0:4 Anna Rakel Pétursdóttir 68.

0:5 Bryndís Arna Níelsdóttir 82.

M

Samantha Leshnak (Keflavík)

Caroline Van Slambrouck (Keflavík)

Tina Marolt (Keflavík)

Elísa Viðarsdóttir (Val)

Mist Edvardsdóttir (Val)

Sólveig J. Larsen (Val)

Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir (Val)

Cyera Hintzen (Val)

Arna Sif Ásgrímsdóttir (Val)

Dómari : Steinar Berg Sævarsson – 8.

Áhorfendur : Um 230.

Stjarnan – Breiðablik 2:2

1:0 Gyða Kristín Gunnarsdóttir 57.

1:1 Vigdís Lilja Kristjánsdóttir 66.

1:2 Sjálfsmark 82.

2:2 Aníta Ýr Þorvaldsdóttir 89.

M

Jasmín Erla Ingadóttir (Stjörnunni)

Arna Dís Arnþórsdóttir (Stjörnunni)

Gyða Kristín Gunnarsdóttir (Stjörnunni)

Betsy Hassett (Stjörnunni)

Anna Petryk (Breiðabliki)

Agla María Albertsdóttir (Breiðabliki)

Vigdís Lilja Kristjánsdóttir (Breiðabliki)

Dómari : Ívar Orri Kristjánsson – 7.

Áhorfendur : 239.

Þróttur R. – Selfoss 3:0

1:0 Danielle Marcano 3.

2:0 Danielle Marcano 38.

3:0 Álfhildur Rósa Kjartansdóttir 79.

MM

Danielle Marcano (Þrótti)

Murphy Agnew (Þrótti)

Íris Dögg Gunnarsdóttir (Þrótti)

M

Álfhildur Rósa Kjartansdóttir (Þrótti)

Ólöf Sigríður Kristinsdóttir (Þrótti)

Sif Atladóttir (Selfossi)

Brenna Lovera (Selfossi)

Dómari : Ásmundur Þór Sveinsson – 4.

Áhorfendur : 179.

* Liðsuppstillingar, gul spjöld, viðtöl og greinar um leikina – sjá mbl.is/sport/fotbolti.