Akureyringur Viðar Ernir Reimarsson var valinn maður leiksins.
Akureyringur Viðar Ernir Reimarsson var valinn maður leiksins. — Ljósmynd/EHF
Íslenska U18 ára landslið karla í handbolta tryggði sér í gær sæti á HM U19 ára landsliða og EM U20 ára landsliða með 30:29-sigri á Svartfjallalandi á Evrópumótinu í Podgorica í Svartfjallalandi.

Íslenska U18 ára landslið karla í handbolta tryggði sér í gær sæti á HM U19 ára landsliða og EM U20 ára landsliða með 30:29-sigri á Svartfjallalandi á Evrópumótinu í Podgorica í Svartfjallalandi.

Með sigrinum varð ljóst að Ísland endar í einu af tólf efstu sætunum, sem gefur sæti á áðurnefndum mótum. Ísland var undir nánast allan leikinn en tryggði sér sigurinn með þremur síðustu mörkunum. Viðar Ernir Reimarsson og Kjartan Þór Júlíusson voru markahæstir hjá Íslandi, með sex mörk hvor.