Krónan hefur veikst gagnvart dollara.
Krónan hefur veikst gagnvart dollara. — Morgunblaðið/Eggert
Krónan Gengi krónunnar er nú á svipuðum stað og í lok apríl eftir minniháttar veikingu í sumar, ef miðað er við gengisvísitölu Seðlabankans.
Krónan Gengi krónunnar er nú á svipuðum stað og í lok apríl eftir minniháttar veikingu í sumar, ef miðað er við gengisvísitölu Seðlabankans. Þessa veikingu í sumar má aðallega skýra af góðu gengi bandaríkjadollara en gengi hans hefur hækkað um tæp 8% frá lok maí. Útlit er fyrir nokkra styrkingu krónu á komandi misserum, að því er segir í greiningu Íslandsbanka. Krónan hefur styrkst um tæp 5% gagnvart evru og ríflega 5% gagnvart breska pundinu frá ársbyrjun. Dollarinn hefur aftur á móti styrkst um rúm 5% á móti krónu á árinu. Sérfræðingar Íslandsbanka telja styrkingu krónunnar skýrast einna helst af stöðutöku aðila á markaði með krónunni. Framvirk gjaldeyrisstaða viðskiptabanka jókst um 54 milljarða á fyrstu fimm mánuðum ársins og nam alls 171 milljarði í lok maí.