Smágerð Örverk eftir Charlotte Brontë sem hún bjó til og skrifaði 1829.
Smágerð Örverk eftir Charlotte Brontë sem hún bjó til og skrifaði 1829. — Ljósmynd/James Cummins bóksali
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Örbók sem Charlotte Brontë bjó til og skrifaði þegar hún var aðeins 13 ára hefur ratað heim á safnið sem rekið er á heimili hennar í Haworth í Vestur-Yorkshire á Englandi þar sem gestir geta barið það augum.

Örbók sem Charlotte Brontë bjó til og skrifaði þegar hún var aðeins 13 ára hefur ratað heim á safnið sem rekið er á heimili hennar í Haworth í Vestur-Yorkshire á Englandi þar sem gestir geta barið það augum.

Bókin er aðeins 15 blaðsíður og minni en spilastokkur, því hún mælist 9,6 cm á hæð og 6,3 cm á breidd. Hún inniheldur tíu ljóð sem Brontë skrifaði undir loks árs 1829. Bókin er ein af sex litlum bókum sem Brontë skrifaði.

Samkvæmt frétt BBC var örbókin boðin upp í apríl sl. og seld fyrir 1,25 milljónir dala sem samsvarar um 171 milljón íslenskra króna. Kaupandinn var félagið Vinir opinberra bókasafna, sem er góðgerðarfélag í Bretlandi, sem hefur helgað sig því að bjarga mikilvægum handritum og prentgripum þar í landi. Um metupphæð fyrir bók eftir konu mun vera að ræða, en fyrra metið var sett í september 2021 þegar eintak úr fyrstu prentun Frankenstein eftir Mary Shelley var selt fyrir 1,17 milljónir dala. Félagið upplýsti strax að það ætlaði að gefa bókina til Brontë-samfélagsins sem rekur safn á prestssetrinu þar sem Brontë bjó og skrifaði bókina á sínum tíma.

„Við erum í skýjunum yfir þessari óvæntu og höfðinglegu gjöf. Það er alltaf tilfinningarík stund þegar gripur sem áður var í eigu Brontë-fjölskyldunnar ratar aftur heim. Það að þessi litla bók, sem talin var glötuð, rati aftur þangað sem hún var skrifuð er einstakt í okkar huga,“ hefur BBC eftir Ann Dinsdale, forstöðumanni Brontë-safnsins.

Charlotte Brontë, sem var elst Brontë-systranna þriggja, er þekktust fyrir að hafa skrifað skáldsöguna Jane Eyre 18 árum eftir að hún skrifaði örbókina.