Sigríður Gísladóttir fæddist 14. janúar 1958. Hún lést 25. júlí 2022. Útför hennar fór fram 5. ágúst 2022.

Eftirfarandi minningagrein birtist með öðru nafni á útfarardegi, beðist er velvirðingar á mistökunum.

Í dag kveðjum við góða vinkonu, hana Siggu okkar.

Við unnum allar saman, með okkur tókst góður vinskapur og höfum við verið duglegar að gera eitthvað saman ásamt mökum í gegnum tíðina. Hápunktur ársins var að hittast í Mórudalnum yfir eina helgi þar sem var mikið talað og hlegið saman, þar naut fagurkerinn hún Sigga sín vel. Hún skreytti allt hátt og lágt með því sem hún fann í náttúrunni sem gerði einstaka stemningu í þessum ferðum okkar. Það verður tómlegt að heyra ekki hláturinn hennar, finna ekki fyrir góðu nærverunni sem hún bjó yfir og hlusta á sögurnar hennnar.

Nú kveðja þig vinir með klökkva og þrá

því komin er skilnaðarstundin.

Hve indælt það verður þig aftur að sjá

í alsælu og fögnuði himnum á,

er sofnum vér síðasta blundinn.

(Hugrún)

Elsku Sigrún, Svanhvít, Elísa og fjölskyldur missir ykkar er mikill og hugur okkar er hjá ykkur

Sigrún, Ólafur, Rut,

Benedikt, Soffía, Guðjón, Guðrún og Karl.