Mattias Wager, dómorganisti í Stokkhólmi og einn fremsti og virtasti organisti Norðurlanda, heldur tónleika í Hafnarfjarðarkirkju í kvöld kl. 20. Mun hann leika á bæði orgel kirkjunnar og þá m.a. verk eftir J.S.
Mattias Wager, dómorganisti í Stokkhólmi og einn fremsti og virtasti organisti Norðurlanda, heldur tónleika í Hafnarfjarðarkirkju í kvöld kl. 20. Mun hann leika á bæði orgel kirkjunnar og þá m.a. verk eftir J.S. Bach, Oskar Lindberg, Florence Price og Dmitri Shostakovitsj. Þá flytur Wager einnig spuna yfir íslensk sálmalög en spunar hans eru göldrum líkir, segir í tilkynningu.
Heimsókn Wagers er þar sögð hvalreki fyrir tónlistarunnendur og hvetur Hafnarfjarðarkirkja sem flesta til að njóta þessa viðburðar. Aðgangur að tónleikunum er ókeypis.