„Ég var svolítið svekktur með árangurinn í dag,“ viðurkenndi sleggjukastarinn Hilmar Örn Jónsson í samtali við Morgunblaðið eftir að hann hafnaði í tólfta sæti í greininni á Evrópumótinu í München í Þýskalandi í gærkvöldi.

„Ég var svolítið svekktur með árangurinn í dag,“ viðurkenndi sleggjukastarinn Hilmar Örn Jónsson í samtali við Morgunblaðið eftir að hann hafnaði í tólfta sæti í greininni á Evrópumótinu í München í Þýskalandi í gærkvöldi. Hilmar tryggði sér sæti í úrslitum með góðum árangri í undanriðli. Þar kastaði hann 76,33 metra, sem er hans besta kast á árinu. Í gær náði hann hins vegar aðeins einu gildu kasti, 70,03 metrum, í þremur tilraunum. Íslandsmet hans er 77,10 metrar og var hann því nokkuð frá sínu besta í úrslitunum. 27