Fasteignir Vísitala íbúðaverðs á höfuðborgarsvæði hækkar en vísitala leiguverðs lækkar.
— Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Þinglýstir leigusamningar um íbúðarhúsnæði voru 480 talsins á landinu öllu í júlí. Fækkaði þeim um 24,4% frá mánuðinum á undan og um 60,3% frá júlí 2021.
Þinglýstir leigusamningar um íbúðarhúsnæði voru 480 talsins á landinu öllu í júlí. Fækkaði þeim um 24,4% frá mánuðinum á undan og um 60,3% frá júlí 2021.
Fram kemur á vef Þjóðskrár að á höfuðborgarsvæðinu voru þinglýstir leigusamningar 345 í júlí og fækkaði þeim um 19,8% frá því í júní 2022 og um 34,5% frá júlí 2021.
Vísitala leiguverðs á höfuðborgarsvæðinu, sem sýnir breytingar á vegnu meðaltali fermetraverðs, stóð í stað í júlí miðað við júní. Síðastliðna þrjá mánuði hækkaði vísitalan um 0,6% og síðastliðna 12 mánuði hækkaði hún um 7,4%.
Íbúðaverð hækkar
Vísitala íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu, sem Þjóðskrá reiknar einnig út og sýnir breytingar á vegnu meðaltali fermetraverðs, hækkaði um 1,1% milli júní og júlí. Síðastliðna þrjá mánuði hækkaði vísitalan um 6,4%, síðastliðna sex mánuði hækkaði hún um 15,5% og síðastliðna 12 mánuði hækkaði hún um 25,5%.