5 Arnar Grétarsson þarf að fylgjast með næstu leikjum úr stúkunni.
5 Arnar Grétarsson þarf að fylgjast með næstu leikjum úr stúkunni. — Ljósmynd/Þórir Tryggvason
Fimm leikja bannið sem Arnar Grétarsson, þjálfari karlaliðs KA í fótbolta, fékk fyrir framkomu sína eftir leik KA og KR í Bestu deildinni stendur óhaggað eftir að áfrýjunardómstóll KSÍ hafnaði áfrýjun Akureyrarfélagsins.
Fimm leikja bannið sem Arnar Grétarsson, þjálfari karlaliðs KA í fótbolta, fékk fyrir framkomu sína eftir leik KA og KR í Bestu deildinni stendur óhaggað eftir að áfrýjunardómstóll KSÍ hafnaði áfrýjun Akureyrarfélagsins. Arnar hreytti ókvæðisorðum að Sveini Arnarssyni, sem var fjórði dómari í leiknum, undir lok leiks og einnig eftir leik. Hann fór sjálfkrafa í tveggja leikja bann, þar sem hann hafði fengið rautt spjald fyrr í sumar, og var þremur leikjum bætt við það vegna framkomu hans eftir leik.