Fyrirliðar Sigríður Lára Garðarsdóttir og Isabella Eva Aradóttir takast á.
Fyrirliðar Sigríður Lára Garðarsdóttir og Isabella Eva Aradóttir takast á. — Morgunblaðið/Eggert
FH og HK skildu jöfn í toppslag 1. deildar kvenna í knattspyrnu, Lengjudeildarinnar, á Kaplakrikavelli í Hafnarfirði í gær. Leiknum lauk með markalausu jafntefli en bæði lið fengu færi til þess að skora.

FH og HK skildu jöfn í toppslag 1. deildar kvenna í knattspyrnu, Lengjudeildarinnar, á Kaplakrikavelli í Hafnarfirði í gær.

Leiknum lauk með markalausu jafntefli en bæði lið fengu færi til þess að skora. Markverðir liðanna, þær Aldís Guðlaugsdóttir, FH, og Audrey Rose Baldwin, HK, áttu báðar stórleik á milli stanganna.

Úrslitin þýða að FH er enn með fjögurra stiga forskot á HK á toppnum. FH er með 37 stig og HK í öðru sæti með 33 stog.

Tindastóll getur með sigri á Fjarðabyggð/Hetti/Leikni á morgun farið í 34 stig og upp í annað sætið, en tvö efstu liðin fara upp í efstu deild. FH og HK eiga nú aðeins þrjá leiki eftir en Tindastóll fjóra og stefnir í æsispennandi baráttu um sæti í deild þeirra bestu.