Hefur þig dreymt um að geysast fram á ritvöllinn? Hvort sem þig dreymir um að skrifa bók eða langar til þess að skrifa skemmtilegri tölvupósta nú eða bara verða sniðugri á félagsmiðlum þá gæti námskeið með Þorgrími Þráinssyni rithöfundi verið eitthvað fyrir þig. Kvan býður upp á sérsniðið námskeið fyrir fólk sem vill geta komið hugsunum sínum í orð á betri og skilvirkari hátt.
Rýnt er í það sem skiptir mestu máli varðandi söguþráð, persónusköpun, sögusvið, hindranir og hvað ber að varast. Þátttakendur þurfa að dusta rykið af pennanum, stökkva út fyrir þægindahringinn og leggja af stað í frábært ferðalag. Allir geta skrifað, stuttan eða langan texta, ef þeir vilja. Á þessu námskeiði skiptir íslenskukunnáttan og stafsetningin ekki máli. Hana má laga seinna. Það að læra skapandi skrif styrkir sjálfsmyndina og þú finnur til frelsis, þorir að fljúga á vit nýrra ævintýra.