Drengjalandslið Íslands, skipað leikmönnum 16 ára og yngri, mátti þola stórt tap, 59:107, fyrir Belgíu í 8-liða úrslitum B-deildar Evrópumótsins í Sofíu í Búlgaríu í gær.
Drengjalandslið Íslands, skipað leikmönnum 16 ára og yngri, mátti þola stórt tap, 59:107, fyrir Belgíu í 8-liða úrslitum B-deildar Evrópumótsins í Sofíu í Búlgaríu í gær.
Lars Erik Bragason var stigahæstur í íslenska liðinu gegn Belgum með 13 stig auk þess sem hann tók sjö fráköst og og gaf fjórar stoðsendingar. Ísland mun því leika um 5.-8. sæti mótsins en liðið mætir Svíþjóð í dag og sigurvegarinn úr þeim leik mætir annað hvort Austurríki eða Bosníu í leik um 5. sætið á morgun.