[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
*Enska knattspyrnufélagið Manchester United hefur áhuga á að kaupa brasilíska miðjumanninn Casemiro frá Real Madrid. Það er The Athletic sem greinir frá þessu.

*Enska knattspyrnufélagið Manchester United hefur áhuga á að kaupa brasilíska miðjumanninn Casemiro frá Real Madrid. Það er The Athletic sem greinir frá þessu. United er sagt tilbúið að borga 60 milljónir punda fyrir Brasilíumanninn sem yrði einn launahæsti leikmaður liðsins, verði af kaupunum. Casemiro, sem er þrítugur, hefur verið hjá Real frá árinu 2013 og unnið Meistaradeild Evrópu fimm sinnum og spænska meistaratitilinn þrisvar. Hann er samningsbundinn til ársins 2025, en United gæti boðið honum samning til ársins 2027.

*Kvennalið Arsenal í knattspyrnu hefur samið við sænska framherjann Linu Hurtig , sem kemur frá Ítalíumeisturum Juventus. Hurtig vann ítölsku A-deildina bæði tímabil sín með Juventus og einnig ítalska bikarinn á því síðasta. Hún er 26 ára og á að baki 58 landsleiki fyrir Svíþjóð, þar sem hún hefur skorað 19 mörk, en hún var hluti af sænska liðinu sem komst í undanúrslit EM 2022 á Englandi í sumar.

*Wolverhampton Wanderers hefur fest kaup á Matheus Nunes , eftirsóttum portúgölskum miðjumanni sem kemur frá Sporting frá Lissabon. Greiða Úlfarnir 38 milljónir punda fyrir Nunes, sem er félagsmet hjá enska úrvalsdeildarliðinu. Nunes, sem hafði verið orðaður við fjölda sterkra liða í sumar, skrifaði undir fimm ára samning. Nunes er tólfti Portúgalinn sem er nú á mála hjá Úlfunum auk þess sem knattspyrnustjóri liðsins, Bruno Lage , er einnig frá Portúgal.

*Enska knattspyrnusambandið hefur ákært Englandsmeistara Manchester City fyrir að hafa ekki haft stjórn á stuðningsmönnum sínum í lokaumferð ensku úrvalsdeildarinnar á síðasta tímabili þegar liðið tryggði sér titilinn með ótrúlegri endurkomu gegn Aston Villa. Þúsundir stuðningsmanna City hlupu inn á Etihad-völlinn til þess að fagna Englandsmeistaratitlinum en hegðun sumra þeirra var ekki til fyrirmyndar. Til að mynda var ráðist á Robin Olsen, markvörð Villa, og þverslá annars marksins brotin. Manchester City hefur til 25. ágúst til þess að bregðast við ákærunni.

*Bandaríska körfuknattleiksstjarnan LeBron James hefur skrifað undir nýjan tveggja ára samning við LA Lakers sem tryggir honum 97,1 milljón dollara í eigin vasa á samningstímanum.

Það þýðir að James verður að samningstímanum loknum búinn að þéna alls 532 milljónir dollara á löngum ferli sínum í NBA-deildinni.

Kevin Durant , leikmaður Brooklyn Nets, var sá leikmaður sem var búinn að þéna hæstu upphæð allra NBA-leikmanna í sögunni áður en James skrifaði undir nýja samninginn, sem þýðir að hann mun spila fyrir Lakers fram til ársins 2024.