Hámenn í uppnámi.

Hámenn í uppnámi. N-Allir

Norður
943
ÁK84
D54
542

Vestur Austur
-- 1076
107652 DG93
G976 K108
10973 ÁK6

Suður
ÁKDG852
--
Á32
DG8

Suður spilar 4.

Austur opnar á Standard-laufi í annarri hendi og suður stekkur í 4. Allir passa. Vestur spilar út lauftíu, austur tekur á ÁK og spilar laufi í þriðja sinn. „Þægileg vörn,“ hugsar sagnhafi og sér fyrir sér auðvelda ellefu slagi. En skiptir snarlega um skoðun þegar vestur neitar að fylgja lit í spaðaásinn. Það þýðir bara eitt - slagirnir á ÁK eru í uppnámi. Hvað er til ráða?

Ekki sakar að spila spaðaáttu næst, en sæmilega reyndur spilari í austursætinu dúkkar með fyrirlitningarsvip. Þá kemur tvennt til greina: (1) treysta á Kx í austur, eða (2) endaspila austur með LITLU trompi. Leið (2) sýnist langsóttari, enda gengur hún því aðeins upp að austur sé með þrjú lauf og þá skiptinguna 3=4=3=3. Nema auðvitað ef vestur fylgir lit í slag tvö og þrjú með laufþristi og sjöu. Hann kom jú út með tíuna!