Sýning bandaríska myndlistarmannsins Ryans Mrozowskis var opnuð í gær í i8 galleríi við Tryggvagötu og ber hún titilinn Augu sem tjarnir .
Sýning bandaríska myndlistarmannsins Ryans Mrozowskis var opnuð í gær í i8 galleríi við Tryggvagötu og ber hún titilinn
Augu sem tjarnir
. Er hún fyrsta sýning Mrozowskis í galleríinu og má á henni sjá ný málverk sem undirstrika kerfisbundna nálgun hans á myndlist. „Ávextir, lauf og bókstafir verða að óhlutbundnum mótífum í verkum hans, en víkja frá hefðbundnum stíl kyrralífsmynda. Hann klippir viðfangsefnin út, endurtekur þau og veltir upp spurningum um viðveru, fjarveru og skynjun,“ segir m.a. um verk listamannsins í tilkynningu.