Skortur hefur verið á sinnepi í ár og er helsta ástæðan miklir þurrkar í Kanada. Þar í landi eru framleidd um það bil fjögur af hverjum fimm sinnepsfræjum á heimsvísu.

Skortur hefur verið á sinnepi í ár og er helsta ástæðan miklir þurrkar í Kanada. Þar í landi eru framleidd um það bil fjögur af hverjum fimm sinnepsfræjum á heimsvísu. Verð á fræjunum hefur þrefaldast í kjölfar þurrkanna og framleiðendur á sinnepi hafa dregið saman seglin.

Skorturinn veldur því að sinnep er skammtað á alla markaði, þar á meðal til Íslands. Hillur hafa víða verið tómlegar í kjörbúðum landsins að undanförnu þar sem venjulega sitja krukkur af sinnepi. ÓJK-ÍSAM flytur inn Maille-sinnepið vinsæla frá Frakklandi en fyrirtækið fær um helmingi minna af vörunni til sölu en venjulega. Reynt hefur verið að stýra framboðinu hér á landi í ár, en víst er að Íslendingar eru loks farnir að finna fyrir skortinum. Framleiðslan nær sér ekki á strik fyrr en eftir áramót. 4