skráning í Reykjavíkur Maraþon
skráning í Reykjavíkur Maraþon — Morgunblaðið/Hákon
Fjölmenni var í Laugardalshöllinni í Reykjavík í gær þegar skráning hófst þar í Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka, sem fer fram á laugardaginn.

Fjölmenni var í Laugardalshöllinni í Reykjavík í gær þegar skráning hófst þar í Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka, sem fer fram á laugardaginn. Að sögn Silju Úlfarsdóttur, upplýsingafulltrúa Íþróttabandalags Reykjavíkur, höfðu í gær yfir 8 þúsund hlauparar skráð sig til leiks. Þar af ætla um þúsund að hlaupa heilt maraþonhlaup en um 700 þeirra eru erlendir. Aðrir ætla að hlaupa hálft maraþonhlaup, 10 kílómetra eða skemmtiskokk.

Silja sagði að söfnun áheita í tengslum við hlaupið hefði gengið mjög vel en þátttakendur geta hlaupið til styrktar góðu málefni. Hafði undir kvöld í gær safnast tæp 81 milljón króna að því er kom fram á vefnum hlaupastyrkur.is.