Körfuknattleiksdeild Grindavíkur hefur samið við gríska bakvörðinn Vangelis Tzolos um að leika með liðinu á komandi tímabili. Tzolos er 30 ára gamall og leikur í stöðu bakvarðar eða skotbakvarðar.
Körfuknattleiksdeild Grindavíkur hefur samið við gríska bakvörðinn Vangelis Tzolos um að leika með liðinu á komandi tímabili. Tzolos er 30 ára gamall og leikur í stöðu bakvarðar eða skotbakvarðar. Tzolos er 192 sentimetrar á hæð og hefur leikið allan sinn feril á Grikklandi. Hann lék síðastliðinn vetur með Ionikos Nikaias í grísku úrvalsdeildinni þar sem hann var með 3,7 stig að meðaltali í leik. Grindavík hafnaði í 7. sæti úrvalsdeildarinnar á síðustu leiktíð og féll úr leik í 8-liða úrslitum Íslandsmótsins.