Haustið er hinn fullkomni tími til að læra eitthvað nýtt og prófa eitthvað nýtt. Eríal Pole býður upp á námskeið fyrir byrjendur í súludansi en námskeið þessi hafa notið mikilla vinsælda, og er nú þegar búið að fylla eitt námskeið. Pole fitness level 1 er hið fullkomna námskeið fyrir fólk sem er að taka sína fyrstu snúninga í súludansi.
Ekki þarf að hafa neinn sérstakan grunn, styrk eða liðleika fyrir námskeiðið sem hefst 22. ágúst og er kennt tvisvar í viku næstu sex vikurnar. Á námskeiðinu er farið í undirstöðuatriði og grunnæfingar í pole fitness, snúninga og klifur.
Námskeiðið kostar 23.900 krónur en flest stéttarfélög endurgreiða það að hluta eða að fullu.