Valgerður Halldórsdóttir er sérfræðingur í stjúpfjölskyldum. Hún rekur fyrirtækið stjúptengsl.is
Valgerður Halldórsdóttir er sérfræðingur í stjúpfjölskyldum. Hún rekur fyrirtækið stjúptengsl.is — Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Það er ekki einfalt mál að halda öllum ánægðum og hressum í fjölskyldunni þegar meðlimir koma úr ólíkum áttum.

Það er ekki einfalt mál að halda öllum ánægðum og hressum í fjölskyldunni þegar meðlimir koma úr ólíkum áttum. Valgerður Halldórsdóttir, félags- og fjölskylduráðgjafi hjá Stjúptengslum, býður upp á námskeið fyrir stjúpforeldra, Sterkari saman, í vetur en rannsóknir hafa sýnt að þrátt fyrir margbreytileika stjúpfjölskyldna eiga þær margt sameiginlegt og glíma við sams konar vandamál.

Á þessu tíu tíma námskeiði fjallar hún um helstu áskoranir stjúpfjölskyldna, hvert hlutverk stjúpforeldra ætti að vera, hvernig skuli halda í hefðir og skapa heimilisreglur.

Auk þess býður hún upp á námskeið fyrir stjúpmæður og örnámskeið fyrir stjúpfjölskyldur. Hún býður einnig upp á örnámskeið um fæðingu barns í stjúpfjölskyldu.