Ása Jacobsen stefnir á að hlaupa tíu kílómetra í Reykjavíkurmaraþoninu fyrir Einstök börn á laugardag en hvatning hennar er fyrst og fremst sonur hennar, hinn sex ára Stefán sem tilheyrir félaginu.

Ása Jacobsen stefnir á að hlaupa tíu kílómetra í Reykjavíkurmaraþoninu fyrir Einstök börn á laugardag en hvatning hennar er fyrst og fremst sonur hennar, hinn sex ára Stefán sem tilheyrir félaginu.

Stefán er raunar það einstakur að enn hefur ekki tekist að finna út hvað það er sem veldur fjölfötlun hans. Ása ræddi um þetta og markmið sitt í hlaupinu í morgunþættinum Ísland vaknar en hún segir að óvissan hafi reynst sér og fjölskyldu sinni afar erfið. Einstök börn hafi þó verið mikill stuðningur.

Viðtalið er að finna á K100.is.