Norski dúettinn Röyksopp.
Norski dúettinn Röyksopp.
23 listamenn og hljómsveitir hafa bæst við dagskrá tónlistarhátíðarinnar Iceland Airwaves sem haldin verður 3.-5. nóvember. Í þeim hópi eru m.a. Metronomy, Arlo Parks, Amyl & the Sniffers og Röyksopp.
23 listamenn og hljómsveitir hafa bæst við dagskrá tónlistarhátíðarinnar Iceland Airwaves sem haldin verður 3.-5. nóvember. Í þeim hópi eru m.a. Metronomy, Arlo Parks, Amyl & the Sniffers og Röyksopp. Segir í tilkynningu að Röyksopp „leiði tilkynningu dagsins en þetta magnaða norska raftónlistarband verður með hressandi DJ-sett á hátíðinni“. Af íslenskum flytjendum sem bætast við dagskrána má nefna sigurvegara Músíktilrauna, KUSK, og tónlistarkonurnar Laufeyju og Sóleyju. Frekari upplýsingar má finna á icelandairwaves.is.