Líking nefnist einkasýning sem Jóna Hlíf Halldórsdóttir opnar í BERGI Contemporary í dag, föstudag, kl. 17.
Líking nefnist einkasýning sem Jóna Hlíf Halldórsdóttir opnar í BERGI Contemporary í dag, föstudag, kl. 17. „Í sýningunni notar Jóna Hlíf ljósmyndir, orð, regnbogapappír, strá, tré, línur og margt fleira, um leið og hún veltir fyrir sér merkingu, tungumálinu og sérstöðu þjóðar, hvernig þýða megi tungumálið og margt þar fram eftir götunum,“ segir í tilkynningu. „Listin mín er alltaf unnin í tengslum við og í námunda við orð, jafnvel tungumál sem fyrirbæri. Finnst hvort tveggja vera eitthvað svo mannlegt að það tilheyrir í raun öllum listgreinum, ekki bara bókmenntum, rithöfundum, skáldum,“ segir Jóna Hlíf í samtali við rithöfundinn Kristínu Ómarsdóttur í sýningarskránni.