Staðan kom upp á móti sem fram fór í Marienbad í Tékklandi í byrjun þessa árs. Tékkneski stórmeistarinn Vojtech Plat (2.548) hafði svart gegn Pólverjanum Dawid Czerw (2.396) . 48.... g4! 49. Bxg4 hvítur hefði orðið óverjandi mát eftir 49. fxg4 Kg3 50.
Staðan kom upp á móti sem fram fór í Marienbad í Tékklandi í byrjun þessa árs. Tékkneski stórmeistarinn
Vojtech Plat (2.548)
hafði svart gegn Pólverjanum
Dawid Czerw (2.396)
.
48.... g4! 49. Bxg4
hvítur hefði orðið óverjandi mát eftir 49. fxg4 Kg3 50. g5 Hc2.
49.... Kg3 50. f4 Kxg4 51. Hg5+ Kf3!
vandi hvíts er að kóngurinn er fastur í mátneti og með nákvæmri taflmennsku af hálfu svarts getur hann ekki sloppið úr því.
52. f5 Bd5! 53. f6 Hd1+ 54. Kh2 Kf2 55. Kh3 Bf3
og hvítur gafst upp enda óverjandi mát. Gauti Páll Jónsson tekur þessa dagana þátt í Evrópumeistaramóti áhugamanna í skák sem fram fer í Zagreb í Króatíu. Fyrirhugað er að halda Árbæjarsafnsmótið 28. ágúst næstkomandi. Bræðurnir Adam og Josef Adamssynir tefla þessa dagana á skákhátíð í Olomouc í Tékklandi. Nánari upplýsingar má finna á skak.is.