Hljómsveitin GÓSS, skipuð Sigurði Guðmundssyni, Sigríði Thorlacius og Guðmundi Óskari, heldur tónleika á Sjálandi í Garðabæ í kvöld kl. 21.
Hljómsveitin GÓSS, skipuð Sigurði Guðmundssyni, Sigríði Thorlacius og Guðmundi Óskari, heldur tónleika á Sjálandi í Garðabæ í kvöld kl. 21.
Tónleikarnir eru þeir fyrstu í síðsumarstónleikaröð Sjálands sem hefur hlotið nafnið Þar sem mávarnir dansa og er þetta fyrsta kvöld hugsað sem upphitun Garðbæinga fyrir Menningarnótt, að því er segir í tilkynningu.
Hljómsveitin hefur leikið víða um land í sumar og kemur því vel æfð til leiks. Miðasala á tónleikana í kvöld fer fram á miðasöluvefnum tix.is og er miðaverð kr. 4.990.