Valgarð Reinhardsson varð efstur Íslendinganna fimm á Evrópumótinu í áhaldafimleikum í München í Þýskalandi í gær. Valgarð fékk samtals 77,098 stig í fjölþrautinni þar sem keppt var á sex áhöldum. Hann hafnaði í 42.
Valgarð Reinhardsson varð efstur Íslendinganna fimm á Evrópumótinu í áhaldafimleikum í München í Þýskalandi í gær. Valgarð fékk samtals 77,098 stig í fjölþrautinni þar sem keppt var á sex áhöldum. Hann hafnaði í 42. sæti en hann var hæstur Íslendinganna á gólfi, bogahesti, hringjum, stökki og tvíslá. Jónas Ingi Þórisson hafnaði í 61. sæti í fjölþrautinni og Martin Bjarni Guðmundsson í 70. sæti. Atli Snær Valgeirsson keppti á fjórum áhöldum á mótinu og Jón Sigurður Gunnarsson á tveimur.