8 Viðar Örn kom til Atromitos fyrr í þessum mánuði frá Vålerenga í Noregi.
8 Viðar Örn kom til Atromitos fyrr í þessum mánuði frá Vålerenga í Noregi. — Morgunblaðið/Eggert
Viðar Örn Kjartansson jafnaði met Eiðs Smára Guðjohnsens þegar hann skoraði fyrir Atromitos í fyrsta leik sínum með liðinu í grísku úrvalsdeildinni í knattspyrnu um helgina.

Viðar Örn Kjartansson jafnaði met Eiðs Smára Guðjohnsens þegar hann skoraði fyrir Atromitos í fyrsta leik sínum með liðinu í grísku úrvalsdeildinni í knattspyrnu um helgina.

Þar með hefur Viðar skorað í deildakeppnum átta landa á ferlinum, allra þeirra landa þar sem hann hefur leikið. Það eru Ísland, Noregur, Kína, Svíþjóð, Ísrael, Rússland, Tyrkland og nú Grikkland. Eiður Smári Guðjohnsen var fram að því eini Íslendingurinn sem hafði skorað í deildakeppni átta landa en það eru Ísland, Holland, England, Spánn, Grikkland, Belgía, Kína og Noregur. Eiður lék í níu löndum en náði ekki að skora í Frakklandi. vs@mbl.is