Betri kostur. S-Allir
Norður | |
♠K1098 | |
♥532 | |
♦Á965 | |
♣62 |
Vestur | Austur |
♠73 | ♠6 |
♥KDG876 | ♥109 |
♦72 | ♦DG108 |
♣ÁD10 | ♣G98543 |
Suður | |
♠ÁDG542 | |
♥Á4 | |
♦K43 | |
♣K7 |
Suður spilar 4♠.
Af sögnum er það helst að frétta að vestur segir 2♥ yfir opnun suðurs á 1♠ en síðan liggur leið NS bratt upp í 4♠. Vestur spilar út hjartakóng og austur fylgir með tíu. Hvernig er áætlunin?
Til að byrja með er forgangsmál að dúkka hjartakónginn. Eftir innákomuna má búast við laufásnum í vestur og ástæðulaust að hleypa austri inn á hjarta til að þruma laufi í gegnum kónginn. Sagnhafi fær næsta slag á hjartaás og tekur trompin í tveimur umferðum. Fer svo að huga að tíglinum. Til greina kemur að spila litlum tígli úr borði og dúkka yfir til vesturs. En þá þarf tvennt gott að gerast: austur að fylgja lit öskusmátt og liturinn að falla 3-3. Annar möguleiki og mun betri er að taka kóng og ás í tígli, spila svo hjarta úr borði og henda tígli heima! Vestur lendir inni og þarf að gefa slag, hvort sem hann á tvo eða þrjá tígla.