Leikið Sumir týndust í froðunni sem tók á móti þeim.
Leikið Sumir týndust í froðunni sem tók á móti þeim.
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Reykjavíkurmaraþonið var haldið að nýju um helgina eftir að hafa verið með breyttu sniði síðustu tvö ár. Um átta þúsund hlauparar voru skráðir til leiks, þar af um eitt þúsund í heilmaraþon.

Reykjavíkurmaraþonið var haldið að nýju um helgina eftir að hafa verið með breyttu sniði síðustu tvö ár.

Um átta þúsund hlauparar voru skráðir til leiks, þar af um eitt þúsund í heilmaraþon. Skemmtiskokkið var á sínum stað og einkenndist af gleði og léttleika fremur en keppnisskapi.

Þar bar hæst hluta leiðarinnar þar sem hlauparar þurftu að hlaupa í gegnum heilt ský af froðu, sem oft á tíðum náði þeim smæstu upp fyrir haus. Fjölmargir hlupu fyrir gott málefni og safnaðist rúmlega 81 milljón króna í áheitum í aðdraganda hlaupsins í ár.