Umskipti Mikil umskipti hafa orðið í ferðaþjónustunni á þessu ári samanborið við síðasta ár, bæði hafa tekjur aukist og störfum fjölgað.
Umskipti Mikil umskipti hafa orðið í ferðaþjónustunni á þessu ári samanborið við síðasta ár, bæði hafa tekjur aukist og störfum fjölgað. — Morgunblaðið/Eggert
Tekjur af erlendum ferðamönnum á öðrum fjórðungi ársins námu tæplega 115 milljörðum króna en voru 29,6 milljarðar á öðrum ársfjórðungi 2021, samkvæmt útreikningum Hagstofu Íslands.

Tekjur af erlendum ferðamönnum á öðrum fjórðungi ársins námu tæplega 115 milljörðum króna en voru 29,6 milljarðar á öðrum ársfjórðungi 2021, samkvæmt útreikningum Hagstofu Íslands.

Á tólf mánaða tímabili frá júlí 2021 til júní 2022 voru tekjur af erlendum ferðamönnum 332 milljarðar króna samanborið við tæplega 79 milljarða fyrir sama tímabil ári fyrr.

Fram kemur í skammtímavísum ferðaþjónustu í ágúst að fjöldi starfandi samkvæmt skrám í einkennandi greinum ferðaþjónustu á Íslandi var 29.067 í maí sl. sem er 62% aukning frá maí 2021. Á tólf mánaða tímabili frá júní 2021 til maí 2022 starfaði að jafnaði 24.701 í einkennandi greinum ferðaþjónustu en 17.440 sama tímabil árið áður.

Gistinætur á hótelum í júní voru rúmlega 496 þúsund en höfðu verið tæplega 191 þúsund í júní 2021. Gistinætur Íslendinga voru 91.388 í maí, eða 9% fleiri en í júní 2021, og gistinætur erlendra gesta 404.962 en voru um 107 þúsund í júní í fyrra.