Erla Lilliendahl opnar í dag myndlistarsýningu í Lólu Flórens, Garðastræti 6 í Reykjavík. Segist Erla hafa í sumar málað myndir og sótt innblástur í stefnumótaappið Tinder. „Andlitin eiga sér öll fyrirmyndir á Tinder og lýsingarnar eru orðréttar.
Erla Lilliendahl opnar í dag myndlistarsýningu í Lólu Flórens, Garðastræti 6 í Reykjavík. Segist Erla hafa í sumar málað myndir og sótt innblástur í stefnumótaappið Tinder. „Andlitin eiga sér öll fyrirmyndir á Tinder og lýsingarnar eru orðréttar. Andlitunum og textunum hef ég þó blandað saman, þannig að þótt textinn sé orðréttur, þá er andlitið við hann ekki endilega það sama og er að finna á Tinder,“ skrifar Erla m.a. um verk sín. Sýningin ber titilinn Tinder Gull – málverkasýning þar sem gullkorn og speki Tinder-manna eru gerð ódauðleg. Á fimmtudaginn, 25. ágúst, verður opnunargleði milli kl. 17 og 19 og einnig hraðstefnumótakvöld. Einnig verður upplestur á reynslusögum kvenna sem hafa lent í furðulegum, fyndnum eða óvenjulegum stefnumótum.