Ósigrandi Andrea Kolbeinsdóttir hefur farið á kostum í sumar.
Ósigrandi Andrea Kolbeinsdóttir hefur farið á kostum í sumar. — Morgunblaðið/Ari Páll
Íslandsmeistarinn Arnar Pétursson kom fyrstur í mark í maraþoni Reykjavíkurmaraþonsins sem fór fram á laugardaginn. Hann kom í mark á tímanum 2:35:18 en aðeins munaði nokkrum sekúndum á honum og Rúmenanum Silviu Stoica sem varð í öðru sæti.

Íslandsmeistarinn Arnar Pétursson kom fyrstur í mark í maraþoni Reykjavíkurmaraþonsins sem fór fram á laugardaginn. Hann kom í mark á tímanum 2:35:18 en aðeins munaði nokkrum sekúndum á honum og Rúmenanum Silviu Stoica sem varð í öðru sæti. Silviu kom í mark á tímanum 2:35:37.

Grétar Guðmundsson varð annar íslensku keppendanna á tímanum 2:47:22 og Björn Snær Atlason þriðji á tímanum 2:54:38. Andrea Kolbeinsdóttir fagnaði yfirburðasigri í kvennaflokki á tímanum 2:47:22 en hún varð sjötta í mark í heildarkeppninni og þriðji Íslendingurinn til þess að komast yfir marklínuna. Verena Karlsdóttir varð önnur í kvennaflokki hjá íslensku keppendunum á tímanum 3:07:53 og Thelma Björk Einarsdóttir þriðja á tímanum 3:12:17.

Andrea og Arnar hafa haft mikla yfirburði í langhlaupum sumarsins en Andrea kom meðal annars fyrst í mark í Laugavegshlaupinu í síðasta mánuði á nýju brautarmeti. Þá kom hún fyrst í mark í Snæfellsjökulshlaupinu í júní á nýju brautarmeti, sem og í Puffin Run-hlaupinu í Vestmannaeyjum í maí.

Arnar kom einnig fyrstur í mark í Laugavegshlaupinu sem og í Puffin Run-hlaupinu í Eyjum.