Aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, António Guterres, hefur skipað Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur, fyrrverandi borgarstjóra í Reykjavík og utanríkisráðherra, í þriggja manna rannsóknarnefnd til að rannsaka árásina á fangelsið í Olinivka í Úkraínu.
Varð árásin 29. júlí 57 að bana auk þess sem 75 særðust en í fangelsinu höfðu Rússar úkraínska stríðsfanga í haldi. Hafa ásakanirnar gengið á víxl um hvorir beri ábyrgðina, Rússar eða Úkraínumenn.
Auk Ingibjargar voru þeir Carlos Alberto dos Santos Cruz, fyrrverandi hershöfðingi frá Brasilíu, og Youssoufou Yacuba frá Níger skipaðir til nefndarsetu.