Hrotti Þættirnir fjalla um líf Ghislaine Maxwell.
Hrotti Þættirnir fjalla um líf Ghislaine Maxwell. — AFP
Ég fékk ábendingu á dögunum um að láta þættina Hver er Ghislaine Maxwell? ekki fram hjá mér fara. Þættirnir eru sýndir á Rúv og aðgengilegir í spilaranum næstu rúmu þrjár vikurnar eða svo. Ég ákvað að slá til og byrjaði á fyrsta þætti í síðustu viku.

Ég fékk ábendingu á dögunum um að láta þættina Hver er Ghislaine Maxwell? ekki fram hjá mér fara. Þættirnir eru sýndir á Rúv og aðgengilegir í spilaranum næstu rúmu þrjár vikurnar eða svo.

Ég ákvað að slá til og byrjaði á fyrsta þætti í síðustu viku. Maxwell var fyrr á þessu ári dæmd í 20 ára fangelsi fyrir að aðstoða bandaríska kynferðisafbrotamanninn og auðkýfinginn Jeffrey Epstein við að misnota ungar stúlkur.

Ég átti alveg von á því að þetta væru ekkert fallegustu þættir í heimi, svona miðað við það, en það kom mér eiginlega á óvart hversu mikið ógeð var hægt að grafa upp um hana. Eins átti hún athyglisverða æsku, en hún er hreinræktuð pabbastelpa og fari maður í einhverjar greiningar var snemma ljóst að það var aldrei í lagi með hana.

Alltaf var hún samt alveg tipptopp í útliti, í algjörlega tímalausri hönnun og sat fyrir hjá helstu tímaritunum. Það sem sló mig einna helst út af laginu var þegar kunningjakona hennar lýsti frásögn hennar af „megrunarkúr“ sem hún var á. Kúrinn kallaði hún „nasistakúrinn“ því hún sleppti því að borða, eins og fórnarlömb nasista í útrýmingarbúðum. Ef ykkur vantar raunverulegan hrylling í líf ykkar, endilega horfið.

Sonja Sif Þórólfsdóttir

Höf.: Sonja Sif Þórólfsdóttir