Norræna húsið býður til sumarlesturs í dag kl. 17 í skála sínum við litla birkilundinn. Þema viðburðarins er ábyrgð mannsins á sjálfum sér, í samböndum og lífinu öllu, að því er fram kemur á vef hússins.
Norræna húsið býður til sumarlesturs í dag kl. 17 í skála sínum við litla birkilundinn. Þema viðburðarins er ábyrgð mannsins á sjálfum sér, í samböndum og lífinu öllu, að því er fram kemur á vef hússins. Þrír höfundar lesa upp og takast á við þessi málefni af dýpt og húmor. Þetta eru þau Þóra Hjörleifsdóttir, Natasha S. og Ingólfur Eiríksson. Fyrsta skáldsaga Þóru, Kvika, kom úr 2019 og er hún ein liðsmanna Svikaskálda. Natasha hefur ritstýrt ljóðasafninu Pólífóníu af erlendum uppruna og erfyrsta ljóðasafn hennar væntanlegt í haust. Ingólfur hefur sent frá sér ljóðabækurnar Klón: Eftirmyndasaga í samstarfi við Elínu Eddu og Línulega dagskrá. Fyrsta skáldsaga hans, Stóra bókin um sjálfsvorkunn, hlaut Nýræktarstyrk Miðstöðvar íslenskra bókmennta í fyrra.