Ekkert val. S-Allir Norður &spade;D94 &heart;ÁD9 ⋄K862 &klubs;K75 Vestur Austur &spade;3 &spade;108752 &heart;107432 &heart;85 ⋄D973 ⋄G4 &klubs;1064 &klubs;DG92 Suður &spade;ÁKG6 &heart;KG6 ⋄Á105 &klubs;Á83 Suður spilar 6G.

Ekkert val. S-Allir

Norður
D94
ÁD9
K862
K75

Vestur Austur
3 108752
107432 85
D973 G4
1064 DG92

Suður
ÁKG6
KG6
Á105
Á83

Suður spilar 6G.

Sagnir ganga 2G-6G og vestur spilar út litlu hjarta. Sagnhafi telur upp í ellefu slagi og sér að sá tólfti getur varla komið nema á tígul. En hvernig er best að vinna úr tíglinum?

Rétta byrjunin er lítið á tíuna. Þannig má ráða við allar stöður með litlu hjónin í austur. Í þessu tilfelli drepur vestur með drottningu og spilar hjarta um hæl. Þá er næst að taka á tígulás. Ef hann veiðir ekkert nema hunda í bandi verður liturinn að brotna 3-3, en hér dettur gosinn í austur. Þá vaknar athyglisverð spurning: Á að taka á kónginn næst eða svína áttunni? Spurninguna má umorða þannig: Hvort er líklegra að austur hafi byrjað með G4 eða G94?

Gosi og nía eru jafngild spil í stöðunni og austur hefði því sem best getað fylgt lit með níunni frá G94. Hann hefur val. Með G4 hefur hann ekkert val og því er sú lega (tvöfalt) líklegri.