Þjálfari Maté Dalmay stýrir Haukum í efstu deild á komandi tímabili.
Þjálfari Maté Dalmay stýrir Haukum í efstu deild á komandi tímabili. — Morgunblaðið/Eggert
Darwin Davis er genginn til liðs við karlalið Hauka í körfuknattleik og mun hann leika með liðinu á komandi keppnistímabili í úrvalsdeildinni, Subway-deildinni.
Darwin Davis er genginn til liðs við karlalið Hauka í körfuknattleik og mun hann leika með liðinu á komandi keppnistímabili í úrvalsdeildinni, Subway-deildinni. Davis, sem er 29 ára bandarískur bakvörður, hefur komið víða við á ferlinum en hann lék með Xavier-háskólaliðinu í Bandaríkjunum áður en hann hélt til Evrópu þar sem hann lék lengst af í Slóveníu en hann hefur einnig leikið í Þýskalandi, Frakklandi, Ungverjalandi og Kýpur. Haukar fögnuðu sigri í 1. deildinni á síðustu leiktíð og eru nýliðar í ár.