— AFP/Genya Savilov
Nýir hermenn sjálfboðaliða hersveitarinnar Dsjokar Dúdajev Tsétsén tóku þátt í heræfingu á laugardag í Kænugarði. Innrás Rússa í Úkraínu hófst 24. febrúar og eru því rúmir sex mánuðir frá því að átökin brutust út.
Nýir hermenn sjálfboðaliða hersveitarinnar Dsjokar Dúdajev Tsétsén tóku þátt í heræfingu á laugardag í Kænugarði. Innrás Rússa í Úkraínu hófst 24. febrúar og eru því rúmir sex mánuðir frá því að átökin brutust út. Orkumálaráðherra Úkraínu sagði á laugardag að hætta væri á því að geislavirk efni tækju að leka úr stærsta kjarnorkuveri Evrópu – Saporisjía – sem er nú á valdi Rússa. Ráðherrann sagði einnig að rússneskir hermenn hefðu á síðustu dögum margoft varpað sprengjum á kjarnorkuverið. Rússneski varnarmálaráðherrann þvertekur fyrir þetta og segir úkraínska hermenn bera ábyrgð á sprengjunum. Kjarnorkuverið var yfirtekið af rússneskum hermönnum í byrjun innrásarinnar og hefur verið við framlínu átakanna síðan. Á fimmtudag var kjarnorkuverið aftengt raforkukerfi landsins í fyrsta sinn en það hefur ekki gerst áður í fjörutíu ára sögu kjarnorkuversins. Selenskí, forseti Úkraínu, segir Rússa bera ábyrgðina á rafmagnsleysi versins.