Úkraínski rithöfundurinn Andrej Kúrkov kemur til Íslands í september til að veita alþjóðlegum bókmenntaverðlaunum Halldórs Laxness viðtöku þegar verðlaunin verða veitt í þriðja sinn. Verðlaunin verða afhent í í hátíðarsal Háskóla Íslands 7. september...
Úkraínski rithöfundurinn Andrej Kúrkov kemur til Íslands í september til að veita alþjóðlegum bókmenntaverðlaunum Halldórs Laxness viðtöku þegar verðlaunin verða veitt í þriðja sinn. Verðlaunin verða afhent í í hátíðarsal Háskóla Íslands 7. september kl. 16 og mun Kúrkov við það tilefni flytja fyrirlestur Halldórs Laxness. Fyrirlesturinn fer fram á ensku. Um kvöldið kemur Kúrkov fram á upplestrarkvöldi í Iðnó ásamt fleiri höfundum. Báðir viðburðirnir eru ókeypis og opnir öllum. Kúrkov er afkastamikill rithöfundur og hafa bækur hans komið út á 42 tungumálum. Hann er forseti alþjóðlegu rithöfundasamtakanna PEN í Úkraínu og hefur undanfarin misseri ferðast víða um heim og fjallað um innrás Rússa í Úkraínu. Í vor var endurútgefin hérlendis bók hans Dauðinn og mörgæsin í íslenskri þýðingu Áslaugar Agnarsdóttur.