Kjós Með forsmíði er fljótgert að leggja nýja bita og gólf á Laxárbrú.
Kjós Með forsmíði er fljótgert að leggja nýja bita og gólf á Laxárbrú. — Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Brúin yfir Laxá í Kjós er löskuð og öxulþungi bíla sem þar er ekið yfir miðast nú við 10 tonn. Þá miðast heildarþyngd þeirra bíla sem yfir aka við 40 tonnin. Undanþáguflutningar um svæðið fara því fram um Kjósarskarðsveg.

Brúin yfir Laxá í Kjós er löskuð og öxulþungi bíla sem þar er ekið yfir miðast nú við 10 tonn. Þá miðast heildarþyngd þeirra bíla sem yfir aka við 40 tonnin. Undanþáguflutningar um svæðið fara því fram um Kjósarskarðsveg. Allt gerist þetta í aðdraganda þess að ráðist verður innan tíðar í miklar endurbætur á mannvirkinu.

Innan tíðar verða þekja og gólf á brúnni tekin burt og nýir stálbitar settir ofan á stöplana sem fyrir eru. Í framhaldinu verður hefðbundin timburgólfsbrú þar sett á. Nú er verið að forsmíða gólfeiningarnar sem eru 4,8 metra langir flekar sem verða síðan hífðir ofan á bitana. Þetta styttir verktíma töluvert og stefnt er að því að klára vinnu á verkstað á tveimur vikum.

Forsmíðin var unnin hjá Vegagerðinni á Selfossi og stálbitarnir boraðir og sagaðir í Suðurhrauni í Garðabæ. sbs@mbl.is