Lífæð Þörf er á aðstöðu fyrir sjúkraflugvöll í næsta nágrenni Landspítala.
Lífæð Þörf er á aðstöðu fyrir sjúkraflugvöll í næsta nágrenni Landspítala. — Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Flugvöllur hér, flugvöllur þar – eitt er samt alveg augljóst og öruggt mál: Í ljósi þess, að verið er að byggja upp Landssjúkrahús við Hringbrautina, þá hlýtur það að liggja í augum uppi, hvað sem hver segir, að það er þörf á aðstöðu fyrir...

Flugvöllur hér, flugvöllur þar – eitt er samt alveg augljóst og öruggt mál: Í ljósi þess, að verið er að byggja upp Landssjúkrahús við Hringbrautina, þá hlýtur það að liggja í augum uppi, hvað sem hver segir, að það er þörf á aðstöðu fyrir sjúkraflugvöll í næsta nágrenni. Það hlýtur hver heilvita maður að sjá, að það þýðir ekki að treysta á þyrlur og önnur farartæki, sem færu frá hvaða flugvelli sem er hér á suðvesturhorninu og að spítalanum, þá er mannslíf oftar en ekki í húfi, sem kallar á, að viðkomandi sjúklingar þurfa að komast sem allra fyrst undir læknishendur á Landspítalanum. Læknislærður maður eins og Dagur B. Eggertsson getur ekki verið að snúa út úr og fabúlera um þetta, eins og hann gerir yfirleitt, því að hann á að vita það, sem allir kollegar hans vita, að mínútur skipta oft máli, hversu fljótt fólk getur komist á spítalann. Þess vegna er Reykjavíkurflugvöllur nauðsynlegur þar sem hann er í ljósi þeirra aðstæðna, sem sjúkraflugvöllur, þótt ekki sé það annað.

Guðbjörg Snót Jónsdóttir.