Vesturbær Arnór Sveinn Aðalsteinsson úr KR og Kristinn Freyr Sigurðsson hjá FH eigast við á Meistaravöllum í Vesturbænum í gærkvöldi.
Vesturbær Arnór Sveinn Aðalsteinsson úr KR og Kristinn Freyr Sigurðsson hjá FH eigast við á Meistaravöllum í Vesturbænum í gærkvöldi. — Morgunblaðið/Óttar Geirsson
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Fótboltinn Jóhann Ingi Hafþórsson johanningi@mbl.is Breiðablik náði í gærkvöldi níu stiga forskoti á toppi Bestu deildar karla í fótbolta með afar sannfærandi 4:0-sigri á heimavelli gegn botnliði Leiknis úr Reykjavík.

Fótboltinn

Jóhann Ingi Hafþórsson

johanningi@mbl.is

Breiðablik náði í gærkvöldi níu stiga forskoti á toppi Bestu deildar karla í fótbolta með afar sannfærandi 4:0-sigri á heimavelli gegn botnliði Leiknis úr Reykjavík. Þar sem Víkingur hafði betur gegn KA fyrir norðan, jók Breiðablik forskotið á milli umferða. Blikaliðið hefur hrist af sér þreytuna eftir mikið álag í Sambandsdeildinni og virðist fátt geta stöðvað Kópavogsliðið.

Þótt hægst hafi töluvert á markaskorun Ísaks Snæs Þorvaldssonar er sóknarleikur Breiðabliks enn stórhættulegur og komust fjórir leikmenn á blað í gær. Tap á Kópavogsvelli fellir ekki Leiknismenn en Breiðholtsliðið þarf að fara að safna stigum.

*Sölvi Snær Guðbjargarson skoraði í þriðja leiknum í röð fyrir Breiðablik.

Markaleikur fyrir norðan

Íslands- og bikarmeistarar Víkings unnu 3:2-útisigur á KA í stórskemmtilegum markaleik fyrir norðan. Nökkvi Þeyr Þórisson kom KA í 2:1 með stórkostlegu marki á 67. mínútu en Víkingur svaraði með jöfnunarmarki frá Júlíusi Magnússyni og sigurmarki frá Birni Snæ Ingasyni á lokamínútunni. Víkingur er nú aðeins einu stigi frá KA í baráttunni um annað sætið og með leik til góða. Sigurinn var kærkominn fyrir Víkinga, eftir fjögur jafntefli í röð, en illa hefur gengið hjá Víkingsliðinu að ná í sigra eftir að Kristall Máni Ingason fór til Rosenborgar í Noregi.

*Nökkvi Þeyr Þórisson skoraði sitt 17. mark í deildinni í sumar. Hann hefur skorað í fimm leikjum í röð og er markahæstur í deildinni.

Annar sigur ÍA í röð

ÍA fór upp úr botnsætinu með sætum 1:0-sigri á útivelli gegn Keflavík. Oliver Stefánsson skoraði sigurmarkið á 89. mínútu, en markið er það fyrsta sem hann gerir í meistaraflokki á ferlinum. Eftir að hafa leikið 15 leiki í röð án sigurs í deildinni, er ljóst að sigurinn á ÍBV í síðustu umferð gaf ÍA mikið og er Skagaliðið nú aðeins einu stigi frá öruggu sæti. Keflavík var eitt heitasta lið landsins er það vann 3:0-sigur á Val á útivelli 11. júlí. Síðan þá hefur liðið aðeins unnið einu sinni í sjö leikjum.

ÍBV aftur á sigurbraut

ÍBV er aftur komið á sigurbraut eftir 3:1-heimasigur á Stjörnunni. Einar Karl Ingvarsson kom Stjörnunni yfir á 24. mínútu en Andri Rúnar Bjarnason gerði tvö mörk fyrir ÍBV á síðustu sex mínútum fyrri hálfleiks, 2:1. Jóhann Árni Gunnarsson hjá Stjörnunni fékk rautt spjald á 53. mínútu og var eftirleikurinn auðveldur fyrir Eyjamenn og Arnar Breki Gunnarsson gulltryggði tveggja marka sigur.

Stjarnan vann glæsilegan 5:2-sigur á Breiðabliki 7. ágúst en hefur síðan tapað þremur leikjum í röð og fengið á sig 13 mörk í leiðinni.

Stigunum skipt í Vesturbæ

Ekkert var skorað þegar KR og FH mættust á Meistaravöllum. Stigið gæti reynst mikilvægt fyrir FH í fallbaráttunni á meðan KR er enn í fínum málum í baráttunni um að enda í efri hlutanum, þegar deildinni verður skipt eftir 22 umferðir. Ljóst var að FH-ingar yrðu sáttir með stigið í Frostaskjóli. Þeir voru aftarlega á vellinum og gáfu afar fá færi á sér. Á sama tíma tókst KR-ingum illa að opna vörn Hafnarfjarðarliðsins og var því ekkert skorað.

KR – FH 0:0

M

Arnór Sveinn Aðalsteinsson (KR)

Finnur Tómas Pálmason (KR)

Pálmi Rafn Pálmason (KR)

Atli Sigurjónsson (KR)

Ástbjörn Þórðarson (FH)

Eggert Gunnþór Jónsson (FH)

Ólafur Guðmundsson (FH)

Kristinn Freyr Sigurðsson (FH)

Dómari : Helgi Mikael Jónasson – 8.

Áhorfendur : 1.600.

ÍBV – Stjarnan 3:1

0:1 Einar Karl Ingvarsson 23.

1:1 Andri Rúnar Bjarnason 38.

2:1 Andri Rúnar Bjarnason 41.

3:1 Arnar Breki Gunnarsson 56.

MM

Andri Rúnar Bjarnason (ÍBV)

M

Elvis Bwomono (ÍBV)

Alex Freyr Hilmarsson (ÍBV)

Halldór Jón Sigurður Þórðarson (ÍBV)

Arnar Breki Gunnarsson (ÍBV)

Einar Karl Ingvarsson (Stjörnunni)

Tristan Freyr Ingólfsson (Stjörnunni)

Rautt spjald : Jóhann Árni Gunnarsson (Stjörnunni) 53.

Dómari : Ívar Orri Kristjánsson – 6.

Áhorfendur : 433.

KA – Víkingur R. 2:3

0:1 Erlingur Agnarsson 19.

1:1 Sveinn Margeir Hauksson 38.

2:1 Nökkvi Þeyr Þórisson 67.

2:2 Júlíus Magnússon 76.

2:3 Birnir Snær Ingason 90.

M

Ívar Örn Árnason (KA)

Daníel Hafsteinsson (KA)

Nökkvi Þeyr Þórisson (KA)

Sveinn Margeir Hauksson (KA)

Steinþór Freyr Þorsteinsson (KA)

Logi Tómasson (Víkingi)

Erlingur Agnarsson (Víkingi)

Pablo Punyed (Víkingi)

Birnir Snær Ingason (Víkingi)

Dómari : Erlendur Eiríksson – 7.

Áhorfendur : 815.

Breiðablik – Leiknir R. 4:0

1:0 Mikkel Qvist 32.

2:0 Sölvi Snær Guðbjargarson 50.

3:0 Gísli Eyjólfsson 72.

4:0 Dagur Dan Þórhallsson 87.

MM

Gísli Eyjólfsson (Breiðabliki)

M

Sölvi Snær Guðbjargarson (Breiðabliki)

Mikkel Qvist (Breiðabliki)

Ísak Snær Þorvaldsson (Breiðabliki)

Dagur Austmann Hilmarsson (Leikni)

Dómari : Egill Arnar Sigurþórsson – 8.

Áhorfendur : 886.

Keflavík – ÍA 0:1

0:1 Oliver Stefánsson 89.

M

Frans Elvarsson (Keflavík)

Magnús Þór Magnússon (Keflavík)

Adam Ægir Pálsson (Keflavík)

Dani Hatakka (Keflavík)

Kaj Leo í Bartalsstovu (ÍA)

Haukur Andri Haraldsson (ÍA)

Aron Bjarki Jósefsson (ÍA)

Tobias Stagaard (ÍA)

Johannes Vall (ÍA)

Dómari : Sigurður H. Þrastarson – 9.

Áhorfendur : 580.

* Liðsuppstillingar, gul spjöld, viðtöl og greinar um leikina – mbl.is/sport/fotbolti.