Ísafjörður Ráðherrar eru á leiðinni.
Ísafjörður Ráðherrar eru á leiðinni. — Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Ríkisstjórnin heldur árlegan sumarfund sinn á Ísafirði nú í vikunni. Frá því fyrri ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur tók við völdum, haustið 2019, hefur tíðkast að halda fund einu sinni á ári utan Reykjavíkur. Slíkt hefur verið gert, t.d.

Ríkisstjórnin heldur árlegan sumarfund sinn á Ísafirði nú í vikunni. Frá því fyrri ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur tók við völdum, haustið 2019, hefur tíðkast að halda fund einu sinni á ári utan Reykjavíkur. Slíkt hefur verið gert, t.d. í Mývatnssveit, á Snæfellsnesi, í Rangárþingi og nú vestra. Fundurinn verður á Ísafirði á fimmtudag, hvar einnig verður fundað með sveitarstjórnarfólki og fleirum um hagsmunamál byggða og fleira slíkt, segir Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra.

Einnig verður farið til Bolungarvíkur þar sem ráðherrar ætla að skoða útsýnispallinn nýja á Bolafjalli.