— Morgunblaðið/Eggert
Fjárrag eru verk sem tilheyra haustinu og í mörg horn er að líta. Gróður er nú aðeins farinn að sölna þannig að græn grös verða senn gul og því þarf stundum að færa sauðfé milli hólfa eða gera aðrar ráðstafanir.
Fjárrag eru verk sem tilheyra haustinu og í mörg horn er að líta. Gróður er nú aðeins farinn að sölna þannig að græn grös verða senn gul og því þarf stundum að færa sauðfé milli hólfa eða gera aðrar ráðstafanir. Suður með sjó er víða búið með kindur, svo sem í Stafneshverfinu sem er milli Sandgerðis og Hafna. Aron Arnbjörnsson, bóndi í Nýlendu, smalaði fé af Miðnesheiði fyrir nokkrum dögum og rak í heimagerði. Þar fengu þau Amelía Rún Sverrisdóttir og Adam Orri Þórunnarson í gær að skoða féð en þar voru mest áberandi vígalegir og vel hyrndir hrútar. Slíkir geta jafnvel skotið börnum skelk í bringu, enda þótt meinlausir séu svona alla jafna.