Pétur Hafsteinn Pálsson
Pétur Hafsteinn Pálsson
Margt fróðlegt er að finna í blaðinu 200 mílur, sérblaði Morgunblaðsins um sjávarútveg, sem kom út um helgina. Þar var til að mynda rætt við Pétur Hafstein Pálsson, framkvæmdastjóra og einn eigenda Vísis í Grindavík, og komið víða við. Pétur vakti meðal annars athygli á því að með stærri og stöndugri útgerðarfyrirtækjum, svo sem með sameiningu Vísis og Síldarvinnslunnar, megi frekar tryggja örugg heilsársstörf en með smærri útgerðum.

Margt fróðlegt er að finna í blaðinu 200 mílur, sérblaði Morgunblaðsins um sjávarútveg, sem kom út um helgina. Þar var til að mynda rætt við Pétur Hafstein Pálsson, framkvæmdastjóra og einn eigenda Vísis í Grindavík, og komið víða við. Pétur vakti meðal annars athygli á því að með stærri og stöndugri útgerðarfyrirtækjum, svo sem með sameiningu Vísis og Síldarvinnslunnar, megi frekar tryggja örugg heilsársstörf en með smærri útgerðum.

Kvótakerfið hefur tryggt meiri stöðugleika í greininni en áður var, þó ekki skorti viljann hjá gagnrýnendum greinarinnar til að auka á óvissuna og valda tjóni. Pétur bendir á að frá því að kvótakerfinu hafi verið komið á hafi „um 50 þúsund tonn verið færð til í alls konar tilfærslum til hinna og þessara verkefna,“ mest á kostnað þeirra sem reka veiðar og vinnslu og séu að reyna að búa til heilsársvinnu, bæði á sjó og landi.

Pétur bendir á að þetta ætli engan endi að taka: „Nú síðustu tvö ár er til dæmis aukning í strandveiðum á meðan það er 20% niðurskurður í bolfiski hjá þeim sem eru með heilsársvinnslu í fyrirtækjum eins og okkar.

Og ráðherra boðar meiri landvinninga til hlutastarfanna í strandveiðinni á kostnað heilsársstarfanna. Ef þessar 50 þúsund tonna tilfærslur hefðu ekki verið, til viðbótar við annan niðurskurð, þá hefðu færri fyrirtæki farið í þrot, verið seld eða sameinast öðrum en ef eingöngu hefði þurft að takast á við niðurskurðinn á aflaheimildum sem nauðsynlegur var til að verja fiskistofnana frá þeirri ofveiði sem var stunduð.“