Þung alslemma. N-AV Norður &spade;ÁK &heart;DG85 ⋄K2 &klubs;ÁKG109 Vestur Austur &spade;102 &spade;64 &heart;K42 &heart;Á109762 ⋄D83 ⋄G1074 &klubs;85432 &klubs;7 Suður &spade;DG98753 &heart;-- ⋄Á965 &klubs;D6 Suður spilar 7&spade;.

Þung alslemma. N-AV

Norður
ÁK
DG85
K2
ÁKG109

Vestur Austur
102 64
K42 Á109762
D83 G1074
85432 7

Suður
DG98753
--
Á965
D6

Suður spilar 7.

Alslemmur sem byggjast á eyðu í lit eru alltaf þungar í meldingum. Hér er ein slík frá fyrsta degi Rosenblum. Af þeim 78 pörum sem fengu að spreyta sig sögðu 50 pör hálfslemmu, 18 náðu alslemmu og 10 pör létu geim duga.

Sabine Auken og Roy Welland sögðu 7 af öryggi. Auken var í norður og valdi að opna á 2G frekar en einu laufi. Welland yfirfærði í spaða og stökk svo í 5 í næsta hring til að spyrja um lykilspil fyrir utan hjartað – svokölluð fráfæra, eða „Exclusion Roman Key Card Blackwood“ eins og sagnvenjan heitir fullu nafni á ensku. Auken sýndi þrjú lykilspil með 5 (ás-kóng í spaða og laufás) og Welland sagði þá 5G í leit að alslemmu. Norður á ýmislegt gott í pokahorninu – sterkan lauflit og tígulkóng – og leiðin í sjö var greið.