Slys Málið er enn í rannsókn.
Slys Málið er enn í rannsókn. — AFP
Sex eru látin og sjö slösuð, eftir að vöruflutningabíll ók inn í veislutjald þar sem fram fór hverfishátíð, um 30 kílómetrum suður af borginni Rotterdam í Hollandi.

Sex eru látin og sjö slösuð, eftir að vöruflutningabíll ók inn í veislutjald þar sem fram fór hverfishátíð, um 30 kílómetrum suður af borginni Rotterdam í Hollandi.

Ökumaðurinn var handtekinn og eftir athuganir kom í ljós að hann var ekki undir áhrifum áfengis. Talið er að um slys hafi verið að ræða en lögregla er enn að rannsaka tildrög þess, meðal annars hvort bílstjórinn hafi verið í símanum eða á sljóvgandi lyfjum.

Meðal þeirra látnu voru þrjár konur, tvær þeirra um þrítugt. Önnur þeirra var þunguð. Þriðja konan var 75 ára. Karlmennirnir sem létust voru 42, 50 og 62 ára. Þrjú þeirra sem létust tilheyrðu sömu fjölskyldu.