Hvítur á leik.
Hvítur á leik.
Staðan kom upp í opnum flokki ólympíumótsins í skák sem lauk fyrir skömmu í Chennai á Indlandi. Sænski stórmeistarinn Emanuel Berg (2.533) hafði hvítt gegn Hasan Mehdi Parag (2.227) frá Bangladess. 85. Hxg5! hxg5 86.
Staðan kom upp í opnum flokki ólympíumótsins í skák sem lauk fyrir skömmu í Chennai á Indlandi. Sænski stórmeistarinn Emanuel Berg (2.533) hafði hvítt gegn Hasan Mehdi Parag (2.227) frá Bangladess. 85. Hxg5! hxg5 86. h6 svartur ræður ekki núna við frípeð hvíts. 86.... Re5 87. h7 Rxc4+ 88. Ke2 og svartur gafst upp. Fyrir rúmum áratug var Emanuel Berg, fæddur árið 1981, stigahæsti skákmaður Svíþjóðar en árin 2010-2011 hafði hann jafnan vel yfir 2.600 skákstig. Fyrir um sex árum dró Emanuel verulega úr taflmennsku og hafði lítið teflt undanfarið en var eigi að síður valinn í sænska landsliðið. Á sínum tíma tefldi Emanuel afar skemmtilega en ljóst að æfingaleysið háði honum á ólympíuskákmótinu í Chennai. Sænska liðið fékk jafn mörg liðsstig og það íslenska, þ.e. 14, og deildu liðin efsta sæti Norðurlandaþjóðanna.